Sjálfsást = Sjálfsvinna

Orðið sjálfsást eða ‘’ self love ‘’ snýst svolítið mikið um að koma vel við sig líkamlega með því t.d að fara í heitt bað með maska, hvítvín, fara í náttfötin og setjast uppí sofa undir teppi og horfa á uppáhalds myndina sína. Auðvitað hjálpar þetta eftir langann og þreytandi dag og manni líður endurnærðum eftir svona kósí kvöld. En sjálfsást þarf að vera svo mikið meira en maski hér og þar.

Að elska sjálfann sig og að læra að koma vel fram við sjálfan sig þarf maður að kíkja aðeins inn á við, þú getur alltaf lagað slæman dag með smá kósíheitum, en er eitthvað hægt að gera til að minnka þessa slæmu daga? Þarf að vera slæmir dagar alltaf? Hvernig getum við komist einhvert áfram og þroskast andlega ef við hugsum ekki betur um andlegu hliðina?

Hvað gerði þig reiða/nn í vikunni? Hvað gerði þig sorgmædda/nn ? og afhverju? Hvað triggeraði þessar tilfinningar? Og hvernig getur þú komið í veg fyrir að þessar tilfinningar komi upp aftur?

Það er eðlilegt væntanlega að finna fyrir öllum tilfinningunum sem við höfum en stundum hafa þær ekki rétt á sér, eins og það að sitja í umferð (ég er sek hérna) og verða yfir sig reiður út í alla aðra í umferðinni, afhverju get ég ekki bara slakað á og bara farið rólega áfram? Hvað er það sem triggerar þessa tilfinningu svona svakalega?

Ég hef haldið dagbók þar sem ég puncta niður spurningar fyrir mig sjálfa og svara þeim svo þegar ég hef náð að átta mig á svarinu, þetta hefur hjálpað við margt. Þetta getur tengst öllu, óöryggi, sjálfsáliti, óæskilegum tilfinningum og fl. Dæmi:

Hvað er það við sjálfa þig, sem þú heldur að fólk dæmi? – Afhverju?

Hvernig aðstæður lætur þig fara í vörn ? – Afhverju helduru að það sé?

Hefuru einhvern tímann sært einhvern vísvitandi? – Hvað lét þig gera það? Hvernig líður þér með það í dag?

Hvernig forréttindi hefur þú? – Er eitthvað sem þú tekur sem sjálfsögðum hlut?

Hefuru slæma eiginleika ? – Afhverju vinnur þú ekki í þeim?

Þetta lætur mann svolítið hugsa dýpra og margt kemur upp á yfirborðið með þessu, eitthvað sem þig grunaði ekkert um. Þó að ég mæli með þessu fyrir alla, þá vil ég samt mæla með að ef þú ert með sögu af geðrænum vandamálum, með einhver trauma eða þess háttar þá myndi ég allan daginn vinna með sálfræðingi og ekki fara í svona ein/nn, þetta getur verið erfitt og ég hef oft endað á að grenja úr mér augun í svona vinnu en svo eftir á finn ég einhvern létti.

Mæli endilega með þessu, erfitt en svo gott eftir á.

Leave a Reply

Fill in your details below or click an icon to log in:

WordPress.com Logo

You are commenting using your WordPress.com account. Log Out /  Change )

Twitter picture

You are commenting using your Twitter account. Log Out /  Change )

Facebook photo

You are commenting using your Facebook account. Log Out /  Change )

Connecting to %s