Malachite

Þegar ég átti mjög erfitt í mínu lífi fyrir nokkrum árum þá fór ég í Gjafir jarðar og fór að skoða steina, þarna vissi ég lítið sem ekkert um steina/kristalla og merkingar. Ég skoðaði nokkra og fékk að halda á og finna fyrir þeim, einn þeirra öskraði svoleiðis á mig og endaði ég á að taka hann. Á sama tíma skoðaði ég armbönd með heilunarsteinum og valdi ósjálfrátt eitt og svo rákust augun á pendulum þegar ég var að fara að borga og vildi fá það sem ég sá án þess að skoða hin. Allt var þetta Malachite steinar.

Seinna fór ég að skoða merkingar og hvernig steinninn getur hjálpað og fór þá að trúa af alvöru á orkuna sem steinarnir gefa frá sér, ég fann svo svakalega tengingu við Malachite og hann hefur verið algjört uppáhalds síðan þá.

Merkingar steinsins –

 • Ný byrjun
 • Verndandi
 • Veitir lukku í viðskiptum
 • Friður
 • Hjálpar við að takast á við ótta
 • Veitir stöðugleika
 • Skírir hugsanir
 • Hjálpar við kvíða

Varast skal að setja hann í heitt vatn og að innbyrgða vatn sem steinninn hefur legið í, en þetta er basically bara kopar og er stórhættulegur. Einnig skal varast við að skera í hann eða brjóta, duftið sem myndast útfrá því er nokkuð eitrað.. eða ekki nokkuð, það er bara EITRAÐ en fyrir utan það er þetta einstaklega fallegur steinn hehe.

Þar sem steinninn er grænn langar mig að segja ykkur hvað grænn litur merkir, en það er:

 • Velmegun
 • Peningar
 • Heppni
 • Gnægð
 • Framfarir

Í göldrum er hann mikið notaður í peningagaldra og margir búðaeigendur eða þeir sem vinna á afgreiðsluborði út um allan heim hafa Malachite á afgreiðsluborði til að draga að sér meiri viðskipti. Vonandi virkar það hjá þeim ef ekki þá er ekki slæmt að hafa fallegt skraut á borðinu.

Þar sem steinninn er grænn og grænn er tengdur orkustöð hjarta þíns þá mæli ég með að nota hann ef þú ert að hugleiða eða í yoga eða hvað sem er til að opna orkustöðvarnar.

Og þá vitum við það, kann ekki að kveðja – hvorki í persónu eða skrifum.. þannig gleeeðilegt haust? sjáumst

Leave a Reply

Fill in your details below or click an icon to log in:

WordPress.com Logo

You are commenting using your WordPress.com account. Log Out /  Change )

Twitter picture

You are commenting using your Twitter account. Log Out /  Change )

Facebook photo

You are commenting using your Facebook account. Log Out /  Change )

Connecting to %s