Flestir halda að eina leiðin til að hreinsa sig og sitt rými sé einungis hægt með Sage og Palo santo, en það eru til svo margar aðrar leiðir og getur jafnvel verið þér að kostnaðarlausu. Langar að gefa ykkur smá lista af öðru, margt sem ég nota sjálf og fer það alveg eftir stuði og skapi hvað ég nota í hvert skipti.
Rósmarin
Það kemur fyrir að ég kaupi ferska Rósmarín úti í búð, það sem ég á til eftir notkun þurrka ég til að eiga. Eftir þurrkun get ég svo kveikt í einum stikli og hreinsað það sem þarf. Svo er lyktin af Rósmarín alveg yndisleg svo ekki skemmir það fyrir og gott fyrir þá sem eru ekki hrifin af þessari þungu lykt sem fylgir Sage eða Palo Santo (jömmm samt)

Jurtavatn
Ég nota þetta á sjálfa mig, set vatn + jurtir + olíur sem tákna t.d vernd, jákvæðni eða eitthvað sem ég vil taka með mér út í daginn og hreinsar neikvæða orku sem ég gæti verið með. Plúsinn við þetta era ð maður getur gert sitt eigið ilmvatn, mér finnst ég lykta agalega vel allavega þó svo einhverjum finnist þetta kannski fráhrindandi lykt (kvarta ekki samt, 2m reglan guys)
Er líka með stærri spreybrúsa sem ég nota á heimilið og með aðeins ferskari lykt eins og sítrónu. Svo er líka hægt að skella þeim jurtum, ávöxtum, olíum og fl sem eru hreinsandi í pott og sjóða, ganga svo með pottinn kringum heimilið þannig að gufan fari út um allt. Skal skella uppskrift af því sem ég nota hérna neðst fyrir áhugasama.

Reykelsi
Reykelsi nota ég míkið líka til að hreinsa ýmislegt, krukkur, áhöld, nýjar bækur og fl. Sandalwood er t.d mjög verndandi og talinn vera mjög heilagur viður plus lyktin er bara svo einstaklega góð.

Salt
Þú þarft meira að segja ekkert fínna en venjulegt borðsalt. En salt er bæði mjög hreinsandi og verndandi. Margir strá salti í öll horn á heimilinu og aðrir sem setja í allar gluggakistur og við allar dyr. Svo hef ég séð litlar skálar eða litla diska hjá fólki með salt í kringum húsið.
Ásetningur
Að kveikja í hvítum kertum og fara með ásetningu eins og td. ‘’ Minn ásetningur fyrir þetta heimili er friður og öryggi, ég hreinsa það af neikvæðri orku ‘’ Bara alltaf vera ákveðin/nn þegar þú setur fram einhvern ásetning, aldrei vera efins með neitt.
Kristallar
Hægt er að raða hreinsandi kristöllum kringum húsið, t.d eins og Citrine, Rose Quartz, Amethyst, Selenite og aðra. Mæli bara með að lesa sig vel til merkingar steinanna, sumir gætu virkað betur í einhverju rými en öðru.

Jurtavatn í potti:
Lavender
Sítrónusneiðar
Rósmarín
Basilikka
Kanilstöng
Salt
Vonandi nýtist þetta ykkur!