Tea Tree

Mig langar að ræða um Tea Tree olíu í dag, hún er ein af mínum uppáhalds þegar kemur að líkamanum. Ég er ein af þessum sem fær agalega slæma húð þegar ég fæ einhver auka hormón í mig. Ég hef verið að bera olíu á bólur til að þurrka þær, einnig hef ég tekið eftir að þær minnka roðann í kringum hjá mér. Svo er olían sótthreinsandi svo hún er alveg fullkomin á svona húð. Ég nota hreina ilmkjarnaolíu, en hef tekið eftir að body shop t.d er með mikið úrval af þessari olíu í allskonar formum, skrúbbar, maskar og fl. Hef ekki reynslu af því og því nær það ekkert lengra. En olían sjálf hefur gert mikið fyrir mig og mæli ég eindregið með hreinni olíu.

Mörgum finnst lyktin óbærileg en mér finnst hún lykta.. hrein? Og sótthreinsandi hahah ef það er hægt að lýsa lykt þannig.

Tea Tree olían hefur verið notuð á allskyns húðvandamál svo sem bólur, höfuðlýs, herpes, skordýrabit, sveppasýkingar svo eitthvað sé nefnt, en það hefur ekki verið gerðar nægar rannsóknir á hvort að það virki eða ekki og hvernig það fer með húðina.

Ég get þó mælt með að nota tea tree á skordýrabit líka, þegar ég var síðast í útlöndum fékk ég nokkur moskítóbit og hélt þetta kláðanum frá, bólgunni niður og bitin fóru fljótt. Einnig notaði ég þetta sem fælu fyrir skordýrin, setti þá nokkra dropa í spreybrúsa með vatni og spreyjaði því á mig og krakkana. Já ef það hefði virkað afhverju varð ég þá bitin hugsið þið eflaust, ég skal segja ykkur það! ég notaði spreyið á hverjum degi og fékk aldrei bit, þarf kannski að nefna það líka að moskító elska mig.. Allavega, það var ekki fyrr en eina nóttina þar sem gleymt var að loka glugga og ég svaf nakin útaf hita og hugsaði ekki útí að spreyja á mig fyrir nóttina, næsta morgun vaknaði ég með nokkur bit á bakinu. Svo jú þetta virkar!

Það á alls ekki að innbyrgða þessa olíu og ekki að nota olíuna beint á húð barna.

Nokkrir punktar um olíuna:

Olían kemur frá laufum af tréinu eða runna frekar Melaleuca alternifolia sem finnst í Ástralíu og Nýja Sjálandi.

Eins og ég nefndi að ofan er hún sótthreinsandi, sem er algjör snilld t.d fyrir þá sem langar að búa til sinn eigin sótthreinsi, fann þessa uppskrift hér til að deila með ykkur.

Og af því hvað hún er sótthreinsandi þá er hún góð í þrif, ég nota hana í skúringavatnið og við þvott á rúmfötum og handklæðum. En en og aftur nota ég bara hreina olíu, þið hafið eflaust séð hreingerningavörur sem innihalda Tea Tree olíu.

Held að við séum þá búin að ná því að hún er alveg svakalega sótthreinsandi og notuð mikið.

Þegar við köfum aðeins dýpra en yfirborðið þá merkir hún styrk og er mikið notuð til að bera á kerti í kertagaldra, á kristalla/steina, skartgripi, í baðið og fyrir allskonar athafnir tengdar styrk.

Hún er notuð í áru? (aura) hreinsun og mikið notuð í galdra sem tengist líkams og andlegs styrk. Ég hef sjálf notað hana mikið í verndargaldra fyrir mig, fólkið í kring og heimili vegna þess hvað hún er hreinsandi.

Hvernig er ekki hægt að elska þessa olíu?

Leave a Reply

Fill in your details below or click an icon to log in:

WordPress.com Logo

You are commenting using your WordPress.com account. Log Out /  Change )

Twitter picture

You are commenting using your Twitter account. Log Out /  Change )

Facebook photo

You are commenting using your Facebook account. Log Out /  Change )

Connecting to %s