Besta næringin fyrir plönturnar þínar

Vissuð þið að í eggjaskurn er slatti af kalki? Sem plöntur elska og þurfa til að næra sig. Svo næst þegar þú færð þér egg, þrífðu skurnina og geymdu hana fyrir plönturnar þínar.

76615177_1435425353278940_3659345374943903744_n

Ég sá þetta ráð um daginn og ákvað að prófa þetta, ég er að rækta paradísartré í eggjaskurni og þegar blöðin eru búin að róta sig þá skelli ég þessu í pott með skurninum, brýt hann bara niður með moldinni. Svo einfalt er það! En það eru til nokkrar leiðir til að nota skurnina og það besta við þetta er að skurnin leysist upp í moldinni, svo óþarfi að henda því í ruslið. Gott fyrir jörðina, gott fyrir plönturnar!

73546684_455747118399839_8610359407760375808_n

Til að byrja með, þrífðu eggjaskurninar með því að þvo vel með vatni, næst skaltu skella þeim í sjóðandi pott leyfa þeim að liggja þar til að sótthreinsast. Næst skaltu leyfa skurninum að þorna í 1-2 daga.

74981286_766545650473556_8833084617750740992_n

  1. Brjóta skurnina niður

Þegar þú ert búin að skola allt vel og vandlega þá seturu skurnina í skál og brýtur hana vel niður, eftir það geturu geymt hana og blandað næst með mold þegar þú umpottar eða jafnvel skellt smá af henni ofan á moldina hjá plöntunum sem þú ert með heima og vökvað vel svo að næringin dreyfi sér.

 

  1. Eggjaskurns TE

Sjóddu vatn með eggjaskurn og geymdu í flösku. Þegar vatnið er komið í herbergis hitastig þá notaru þetta vatn til að vökva plönturnar.

 

  1. Notaðu skurnina til að rækta fræ/litla afleggjara

Hérna geturu líka notað eggjabakkann undir. Þrífa vel skurninar og leggja í bakkann með mold í, skelltu fræjum eða því sem þú vilt láta róta sig og leyfðu þessu að malla þangað til þú færð rætur, settu svo það sem þú ert að rækta í pott með eggjaskurninni og brjóttu skurnina niður í pottinn með moldinni.

75186311_415784562437497_2954198168272633856_n

 

Það tekur nokkra mánuði fyrir skurnina að leysast upp í moldinni, svo þetta er eitthvað sem ætti bara að gera 2-3 á ári ef þið ætlið að nota skurn í mold. En þið getið safnað saman skurninum og brotið hann niður og geymt í lokuðum umbúðum, það skemmist ekki.

 

Vona að þetta hafi verið fræðandi og skemmtilegt og að þið ákveðið að prófa þetta.

Áfram plöntur!


Leave a Reply

Fill in your details below or click an icon to log in:

WordPress.com Logo

You are commenting using your WordPress.com account. Log Out /  Change )

Google photo

You are commenting using your Google account. Log Out /  Change )

Twitter picture

You are commenting using your Twitter account. Log Out /  Change )

Facebook photo

You are commenting using your Facebook account. Log Out /  Change )

Connecting to %s