Leiðir til að minnka við stressið núna

Ég er búin að vera í miklari sjálfsvinnu undanfarnar vikur og margt nýtt sem ég er búin að tileinka mér eins og t.d jóga sem ég geri heima hjá mér á morgnanna. Ef þið viljið sjá morgunrútínuna mína þá getið þið ýtt hér.. Ég er búin að vera með mikinn kvíða sem ég fékk lyf við en svo þarf maður auðvitað að vinna með lyfjunum svo að þau virki. Það er margt búið að vera í gangi undanfarið og mest í hausnum á mér.
Hérna eru nokkur atriði sem hafa hjálpað mér að vera nær jörðinni og hjálpað mér að komast í gegnum daginn.

  • Fara að sofa snemma eða ná allavega 7 klst svefn. Þetta er eitthvað sem allir vita að við þurfum nægan svefn, heilinn þarf að geta hvílt sig nóg eftir amstur dagsins. Ég finn það bara sjálf að ef ég fer að sofa seinna en 23 og vakna kl 7 þá verð ég alveg hand ónýt yfir daginn, á erfitt með að vakna og vakna seint og allt fer í rugl heima að reyna að koma öllum út á réttum tíma, þetta býr til massivt stress hjá öllum á heimilinu. En ef ég fer að sofa fyrir 23 þá verður allt miklu skárra morguninn eftir, ég er úthvíld og það er rólegra hérna heima.
  • Hreyfing yfir daginn. Ég fer reglulega í göngutúra og er það einn af mínum uppáhalds hlutum til að gera. Þá er ég ein með sjálfri mér í hreinu lofti. Annað sem ég hef tekið til mín er jóga sem ég er farin að gera á morgnanna, en það eru til allskonar jóga video á youtube með allskyns stellingum t.d jóga fyrir skrifstofustarf. Þannig það er hægt að gera það allsstaðar. Ég finn mikinn mun á mér eftir að ég byrjaði að gera jóga á morgnanna, verð mun léttari yfir daginn.
  • Slepptu símanum. Á morgnanna þegar ég vakna reyni ég að vera sem minnst í símanum og slekk á sjónvarpinu. Ég þarf ekki að vita hvað mögulega hafði gerst um nóttina og þetta er viss léttir að aftengjast svona aðeins.
  • Gerðu það sem þú vilt. Klæddu þig eins og þú vilt, málaðu þig eins og þú vilt (eða ekki), vertu eins frjáls og þú vilt. Það gerir svo mikið fyrir mann að finna sjálfann sig, hver maður er og vera bara alveg sama um hvað allir aðrir hugsa.
  • Eyða tíma fyrir sjálfa þig. Eins og t.d eitthvað áhugamál ef þú hefur, ef ekki þá er það góður tími að finna sér áhugamál. Ég er byrjuð að mála og finnst það ótrúlega róandi að hverfa bara inní pensil og dunda mér.

Ég vona svo innilega að þetta hjálpi einhverjum, það er svo vont að finna fyrir miklu stressi/kvíða, svo um að gera að reyna sitt besta til að minnka við hann.

Þangað til næst elsku fólk,

Untitled design


Leave a Reply

Fill in your details below or click an icon to log in:

WordPress.com Logo

You are commenting using your WordPress.com account. Log Out /  Change )

Google photo

You are commenting using your Google account. Log Out /  Change )

Twitter picture

You are commenting using your Twitter account. Log Out /  Change )

Facebook photo

You are commenting using your Facebook account. Log Out /  Change )

Connecting to %s