Morgunrútínan mín

72067718_962703210795113_3004171843633414144_n

Nú er ég komin í þannig ‘’stöðu’’ að ég hef morgnanna alveg lausa út af fyrir mig. Mér hefur alltaf dreymt um að hafa góða morgunrútínu (er algjör B manneskja) en hef ekki látið mér detta það í hug að vakna allt of snemma. Núna vakna ég bara til að koma krökkunum í skóla og leikskóla og get svo farið heim og eytt tíma í sjálfa mig, eitthvað sem ég hef þurft á að halda í langan tíma. Þessi tími dagsins er ómetanlegur, ég hef tíma til að núllstilla mig á hverjum morgni. Áður en ég byrjaði á þessu og ég var heima þá endaði þetta bara í sófaklessu stuði með Netflix, sem jújú er allt í lagi einstaka sinnum en manni líður ekkert sérlega vel eftir á ef það er of oft, mér líður allavega ekki vel ef ég geri það. Hérna sjáið þið hvernig mín rútína er á morgnanna.

Eins og ég sagði þá kem ég krökkunum út, kem svo heim og yfirleitt helli mér uppá te, er orðin alveg óð í te-ið og kemst ekki af án þess að fá mér strax á morgnanna.
Á meðan það kólnar aðeins þá tek ég létt þrif yfir heimilið, ég get ekki einbeitt mér eða slakað á ef það er eitthvað drasl. Sem betur fer reyni ég að gera allt kvöldið áður svo það sé allt í ókei standi morguninn eftir en oft er það bara þannig að maður hreinlega nennir því ekkert og leyfir þessu að vera og því redda ég þessu nú oftast á morgnanna, ekkert stress.

Næst kveiki ég á reykelsi, kertum og olíulampanum og sötra á te-inu mínu og slaka á.

Ég prófaði jóga um daginn heima og vá hvað það var dásamlegt, svo ég skellti því í morgunrútínuna, ég geri það í svona 20-40 mínútur. Mæli klárlega með því að byrja daginn með jóga, þú sérð ekki eftir því.

Annað sem mér hefur fundist mikilvægt að gera er að gera eitthvað áhugamál, eitthvað sem þér finnst ótrúlega skemmtilegt til að byrja daginn, ég hef tekið upp á því að byrja að mála aftur og nýt ég þennan tíma í það.

72737971_2463874660566020_1373140094373855232_n

Ég enda svo á að kíkja í góða sturtu og geri mig svo til fyrir daginn og tek kannski einn göngutúr.

Með að hafa svona rútínu finnst mér ég ná stjórn á skapinu mínu, ég fer rólegri inn í daginn og finn þvílíkann mun á geðheilsunni minni. Ég veit að það eru flestir sem þurfa að fara út kl 8 og hafa þá ekki tíma fyrir sjálfsdekur en þá er um að gera að prófa að búa sér til kvöldrútínu sem róar mann niður eftir daginn. En þetta er þó tilvalið fyrir ykkur sem eruð heima og vantar smá pepp inn í daginn.

Sjálfsást getur verið allskonar, fyrir mér er það að gefa sér, komast í takt við sjálfan sig, náttúruna og þetta yndislega en þó stutta líf. Svo afhverju ekki að gera sem mest úr því og líða vel.

Þangað til næst elsku fólk,

Untitled design


One thought on “Morgunrútínan mín

Leave a Reply

Fill in your details below or click an icon to log in:

WordPress.com Logo

You are commenting using your WordPress.com account. Log Out /  Change )

Google photo

You are commenting using your Google account. Log Out /  Change )

Twitter picture

You are commenting using your Twitter account. Log Out /  Change )

Facebook photo

You are commenting using your Facebook account. Log Out /  Change )

Connecting to %s