Himalayan líkamsskrúbbur

Eins og margir vita er ég obbsessed af heimagerðum möskum fyrir andlit, líkama og hár. Ég var aðeins dottin úr þessu en ákvað að byrja aftur að búa til og þessi er geðsjúkur, hreinsar allt og maður verður silkimjúkur eftir á.

Það sem ég nota er: bleikt himalayan salt, kókosolíu, jojoba olíu, geranium ilmkjarnaolíu, grape ilmkjarnaolíu og lavander ilmkjarnaolíu.

Bleikt himalayan salt

Saltið er einstaklega gott til að detoxa húðina, það hreinsar allar svitaholur og mýkir húðina í leiðinni. Það kemur líka meiri jafnvægi á húðina, hreinsar burt dauðar húðfrumur, skít, olíu og annað sem liggur á húðinni. Það er líka talað um að saltið sé gott fyrir “acne” húð.

Kókosolía

Það vita allir að kókosolía er góð fyrir margt, hún mýkir húðina og það er búið að rannsaka að hrein kókosolía græði sár fljótar en án olíunnar. Ég mæli þó ekki með að nota olíuna oft á andlitið ef þú ert með olíukennda húð þá sérstakkega en hún á það til að stífla svitaholur og búa til fílapensla.

Jojoba olía

Þessi olía er mesta snilldin. Hún er ótrúlega rakagefandi og að nota hana sem rakakrem er það besta sem þú getur gert fyrir húðina. Rakinn endist lengur en rakakrem á húðinni og er því sérstaklega góð fyrir þurra húð. Það er einnig talað um að hún sé góð til að hægja á öldrun húðarinnar því hún er svo rosalega rakagefandi og góð næring fyrir húðina.

Geranium olía

Þessi olía er hreinsandi og er t.d mjög góð fyrir sveppasýkingu á tám. Hún hefur verið notuð í mörg mörg ár til að vinna á hrukkum (staðfesti þó ekki neitt)

Hún er einnig góð fyrir að slaka á vöðvum, svo ég mæli með rómantísku nudd kvöldi með maka með þessari olíu blandað við jojoba olíunni og nudda vel inn i húðina a hvort öðru.

Grapefruit olía

Það var gerð rannsókn á músum 2014 þar sem var gefið mýsnum grapefruit olíu til að anda að sér, það sem kom úr því var að matarlystin minnkaði. Svo margir nota þessa olíu til að grennast. Lúxus vara bara. En hún er einnig notuð til að minnka appelsínuhúð og þá er nuddað olíunni upp að klukkutíma reglulega (set samt ? hér)

Lavender olía

Þessi olía er vinsælust, það er hægt að nota þessa olíu í allt og er ótrúlega góð fyrir andlega og líkamlega heilsu, hún er meðal annars góð fyrir “acne” húð, lýsir húð, minnkar hrukkur og fl. Hún er einnig góð fyrir hár og meltingu.

En allavega, hér er uppskrift sem dugar í 2-3 skipti:

Hálfur bolli bleikt himalayan salt

10 msk kokosolía

7 msk jojoba olía

5 dropar geranium olía

5 dropar grapefruit olía

5 dropar lavender olía

Blanda þessu vel saman og nudda svo vel um allann líkamann, skola og njóta.

Ég keypti allar vörurnar hjá Heilsuhúsinu.

e.s. passið ykkur á að prófa olíurnar fyrst á húðina ykkar áður en þið notið hana á allann kroppinn til að sjá hvort það komi upp einhver ertingur.

Þangað til næst.


Leave a Reply

Fill in your details below or click an icon to log in:

WordPress.com Logo

You are commenting using your WordPress.com account. Log Out /  Change )

Google photo

You are commenting using your Google account. Log Out /  Change )

Twitter picture

You are commenting using your Twitter account. Log Out /  Change )

Facebook photo

You are commenting using your Facebook account. Log Out /  Change )

Connecting to %s