Ertu að fara til útlanda?

Við vorum í um 3 vikur í Danmörku, Þýskalandi og Hollandi núna fyrir stuttu og voru ýmis atriði sem hjálpuðu okkur í ferðinni. Mig langaði að deila með ykkur nokkrum ráðum sem vonandi hjálpa þeim sem eru að fara út.

68621018_421402038505550_8449587013660704768_n

Hafa Tea Tree og Lavender olíu með

Ég setti 20 dropa af sitthvoru í spreyglas og sprautaði á mig og krakkana seinnipart dagsins og sluppu þau bæði við öll bit, þetta virkaði líka á mig. Það var ekki fyrr en um nóttina þegar ég var sofandi þegar Almar ákvað að opna hurðina í svefnherberginu þegar ég varð bitin 3x á bakið, takk ástin mín. Svo að ég taki það fram að þá bregst húðin mín illa við mosquito bitum og bitin verða stór og bólgin. En þá kemur tea tree olían til bjargar, ég bar á öll bitin með olíunni reglulega og bólgan minnkaði fljótt og sló einnig á kláðann.

Fylgjast með

Vera vakandi yfir því sem era ð gerast þar sem þú ert. Við vorum t.d að ferðast langar vegalengdir eða frá danmörku til Hollands og keyrðum í gegnum í þýskaland og eins og kom fram í fréttum fyrri part sumarsins þá voru vegaframkvæmdir á öllum helstu hraðbrautum í þýskalandi og mikil traffic vegna þess sem við lentum í og vorum ágætlega viðbúin því.

Hafa alltaf nóg af nesti með

Í flugvélinni, bílnum eða í búðarrápinu, hvar sem er, það er must að hafa eitthvað snarl með sem börnin geta nartað í. Eins og ég sagði fyrir ofan þá lentum við í traffíkinni í þýskalandi og vorum í um 14 tíma að keyra einn daginn. Við tókum með nóg af vatni, gosi og allskonar til að narta í í bílnum og það reddaði krökkunum alveg og náðum við að hafa þau ágætlega róleg í þessari ferð.

69059525_660774497775555_9211809847454990336_n

Vera undirbúin

Eitt sem við klikkuðum á var evrópska sjúkrakortið. En ég og Villimey urðum veikar seinni part ferðarinnar. Húnn fékk slæma eyrnabólgu og ég fékk einhverja bullandi sýkingu í hálskirtlana. Sem betur fer vorum við í danmörku þegar þetta skall á og það kostaði ekki neitt að fara á vaktina þar. En hefðum við verið í Hollandi þá hefði þetta kostað eitthvað. Þannig það borgar sig að hafa kortið með þegar maður ferðast.

Einnig er gott að ferðast alltaf með ofnlmislyf, verkjalyf, stíla og svona basic lyf sem maður á heima hjá sér. Almar fann fyrir miklu frjókornaofnæmi, Villimey varð lasin vegna hitans í byrjun ferðarinnar, ég stungin af geitung í vörina og hjálpaði ofnæmislyf þar. Það er svo margt sem getur gerst og gott að vera undirbúin öllu.

69340496_2340725589509937_6111839561443180544_n

Eru einhver ráð sem þið hafið?

cropped-gunnur-2.jpg


Leave a Reply

Fill in your details below or click an icon to log in:

WordPress.com Logo

You are commenting using your WordPress.com account. Log Out /  Change )

Google photo

You are commenting using your Google account. Log Out /  Change )

Twitter picture

You are commenting using your Twitter account. Log Out /  Change )

Facebook photo

You are commenting using your Facebook account. Log Out /  Change )

Connecting to %s