Lúðinn ég og netkaup

Ég var í rólegheitunum að skrolla niður facebook og sá þessa frábæru auglýsingu um undra farða sem passar á alla húðliti. Þvílíkur draumur fyrir mig, gelluna sem hefur aldrei fundið farða sem passar akkúrat á minn húðlit. Auglýsingin var frábær og ég hugsaði mig ekki 2x um og keypti þessa himnasendingu, eða já ég keypti þrjú stykki.

Það liðu nokkrir dagar og ég fór aðeins að pæla í þessu meira og skoða reviews um þessa vöru og þá kom í ljós að í auglýsingunni með þessari vöru, voru stelpur að nota allt aðra vöru. Þannig auglýsingin sjalf voru bara stolin myndbönd. Svo fann ég loksins einhver reviews og þá hafði fólk eeeekkkeeert gott um þessa vöru að segja.

Jújú þetta virkar að vissu leyti, þetta byrjar hvítt á húðinni en breytist svo því meira sem þu nuddar í þinn húðlit. Nema hvað að þetta þekur ekki rassgat.

Þarna var ég orðin ótrúlega svekkt út í sjálfa mig fyrir að hafa ekki skoðað þetta betur og látið plata mig svona, lúðinn sem ég er.

Svo fékk ég vörurnar til mín og ég prófaði þetta i mestri fýlu sem ég gat verið í, með smá von um að þetta væri ekkert svo slæmt.

Neinei þá var þetta verra en ég hafði hugsað mér, maður verður geðveikt fitugur í andlitinu, lyktin af þessu er óbærilega sterk og þetta er hálf klístrað á húðinni. Ég vil ekki vita hvaða efni eru i þessu.

Ég hef ekki keypt neitt á netinu síðan.

Allavega pointið mitt hér, munið að skoða allt áður en þið verslið eitthvað á netinu,ekki vera hvatvís net-verslandi 😅

Hefur þú keypt eitthvað sem þú sást eftir að hafa keypt?


Leave a Reply

Fill in your details below or click an icon to log in:

WordPress.com Logo

You are commenting using your WordPress.com account. Log Out /  Change )

Google photo

You are commenting using your Google account. Log Out /  Change )

Twitter picture

You are commenting using your Twitter account. Log Out /  Change )

Facebook photo

You are commenting using your Facebook account. Log Out /  Change )

Connecting to %s