Er hægt að elska mánudaga?

Elsku mánudagur, afhverju er svona erfitt að elska þig?

53841482_613857099036185_1968762774548905984_n
Þetta er eitthvað sem margir tengja við. Maður er loksins kominn í helgarfrí, vakir lengur og sefur lengur á morgnanna, allt í boði yfir daginn og bara gaman. Svo kemur sunnudagskvöldið og stressið kikkar inn, það er að koma mánudagur og gamanið er búið. Svo kemur mánudagur og eina sem maður hugsar er ‘ ughhhhhhhh mánudagar ‘. En það er alveg hægt að gera þá bærilegri.

1. Fáðu góðan nætursvefn

Það er helgi og maður leyfir sér að vaka lengur og gera það sem maður vill. En í staðinn fyrir að vaka lengur á sunnudegi þá bara byrja sunnudaginn strax á að fara fyrr að sofa og fá nægann svefn fyrir mánudaginn. Svo er líka sniðugt að búa þér til smá kósí dekur sunnudagskvöld, maska þig upp, lita augabrúnir og hafa bara gott dekurkvöld og fara að sofa líðandi vel.

2. Vinnan

Einblíndu á skemmtilegu hlutina tengt vinnunni þinni, leyfðu þér að hlakka til að fara að vinna.
Ef það er vinnan sem er að stressa þig fyrir hverja komandi viku þá er spurning um hvort að þessi vinna sé fyrir þig? Það er hægt að vera í vinnu sem manni hlakkar til að mæta í á mánudegi.

3. Morgunrútína

Að búa sér til morgun rútínu getur hjálpað, að vakna fyrr en vanalega á mánudegi og tríta þig aðeins, þó það sé ekki nema bara að fá þér einn kaffibolla í rólegheitunum eða horfa á uppáhalds þáttinn þinn áður en allir vakna og dagurinn byrjar.

4. Gerðu mánudaga skemmtilega

Gerðu eitthvað sem þér finnst skemmtilegt á mánudögum til að fá smá tilhlökkun í daginn. Getur verið hvað sem er og reyndu svo að hafa það að vana, að gera eitthvað skemmtilegt á mánudögum.

56615069_664801770640683_2207927598929936384_n


Leave a Reply

Fill in your details below or click an icon to log in:

WordPress.com Logo

You are commenting using your WordPress.com account. Log Out /  Change )

Google photo

You are commenting using your Google account. Log Out /  Change )

Twitter picture

You are commenting using your Twitter account. Log Out /  Change )

Facebook photo

You are commenting using your Facebook account. Log Out /  Change )

Connecting to %s