Geðveikar M&M smákökur!

Það er smá sunnudagur í manni ennþá enda frídagur í dag (Til hamingju með daginn íslendingar!) og því tilvalið að skella í kökur.

Þessi uppskrift er algjört æði – bæði mjúk, bragðgóð og auðveld.
En ég á það til að brenna allt og skemma þegar það kemur að bakstri en eitthvern veginn klikkar þessi uppskrift ekki og slær alltaf í gegn.

64406556_517387595755047_166120968412987392_n

 

Uppskrift

·       ½ bolli mjúkt smjör
·       ½ bolli sykur
·       ½ bolli púðursykur
·       1 stórt egg
·       ½ tsk vanilludropar
·       1 og ½ bolli hveiti
·       ¼ bolli vanillu búðingur
·       ½ tsk matarsódi
·       ½ tsk salt
·       1 og ¼ bolli súkkulaði kexbitar
·       1 og ¼ bolli M&M

 Aðferð

1.             Stillið ofninn á 180 gráður
2.             Blandið vel saman smjörinu og sykrinum saman
3.             Bætið við egginu og vanilludropum og hrærið vel
4.             Næst bætið við hveitinu, búðingnum, matarsóda og salti og blandið vel rólega saman.
5.             Bætið því næst kexbitunum og M&M við með sleif
6.             Notið svo skeiðar til að setja deigið á bökunarpappír, passið að hafa ágætt bil á milli en ekki klesstar saman eins og ég á til að gera ehemm..
7.             Bakist í 10-12 mínútur fyrir meðalstærð og 12-14 mínútur fyrir stærri
8.             Gerir um 20 stykki (fer eftir stærð)
9.             Njóta!

64911449_378886356079901_5880249886846222336_n

Hugtakið bolli er nokkuð óljóst, en algengast er að bolli samsvari 250mL eða 2,5 desilítrum. Það er ágæt þumalputtaregla. – http://www.attavitinn.is


Leave a Reply

Fill in your details below or click an icon to log in:

WordPress.com Logo

You are commenting using your WordPress.com account. Log Out /  Change )

Google photo

You are commenting using your Google account. Log Out /  Change )

Twitter picture

You are commenting using your Twitter account. Log Out /  Change )

Facebook photo

You are commenting using your Facebook account. Log Out /  Change )

Connecting to %s