5 auðveldar leiðir til að einfalda lífið

Rétt upp hönd sem finnst lífið stundum vera í rugli? Það þarf stundum lítið til að maður nái yfirhöndinni aftur. Hér er stutter listi um einfalda hlutu til að einfalda lífið aðeins, það þarf ekki mikið og ég ætla ekkert að flækja þetta.

1. Biddu um hjálp

Hver þekkir það ekki að vilja gera ALLT sjálfur? Nei ég þekki þetta vel, en stundum eru verkefnin bara allt of stór og maður þarf að setja stoltið til hliðar og biðja um hjálp.

2. Segðu nei oftar

Ég er týpan sem segir bara já við öllu þótt ég vilji helst bara segja nei fokk off. Það er allt í lagi að segja nei og ég er að læra að segja nei oftar.

3. Keyptu minna

Þarftu virkilega á þessu að halda? Ehm nei, þetta er einfalt, keyptu minna! Þú fyllir ekki heimilið af óþarfa drasli og byrjar að spara pening.

4. Hreinsaðu til heima hjá þér

Nú er ég ekki að tala um að laga til eða ganga frá heldur henda því sem þarf að henda, farðu í gegnum ruslskúffuna í eldhúsinu og lagaðu til þar. Taktu blaðabunkann og hentu honum. Hreinsaðu til heima hjá þér! Það gerir undraverk!

5. Minnkaðu skjátímann

Þá á ég við sjónvarp, tölvur og síma. Finndu þér eitthvað uppbyggilegra að gera, farðu út í göngutúr, finndu þér áhugamál. Gerðu eitthvað annað en að eyða lífi þínu við skjáinn.


Leave a Reply

Fill in your details below or click an icon to log in:

WordPress.com Logo

You are commenting using your WordPress.com account. Log Out /  Change )

Google photo

You are commenting using your Google account. Log Out /  Change )

Twitter picture

You are commenting using your Twitter account. Log Out /  Change )

Facebook photo

You are commenting using your Facebook account. Log Out /  Change )

Connecting to %s