Self care / líkamlega hliðin

HÆ! long time no see jú gæææs.

200w

Eins og svo margir aðrir á ég erfitt með að koma mér í gang en eftir 30 daga áskorunina sem ég tók á ég létt með að standa upp og fara af stað. Ég bætti vatnsdrykkjuna helling og er ekki eins löt.

Ef þið viljið kíkja á áskorunina þá getið þið ýtt hér

Ég ætlaði svo aldeilis eftir þessa áskorun að byrja í ræktinni af fullum krafti, nema hvað eftir eitt skipti áttaði ég mig á því að ég HATA ræktina, þetta var það leiðinlegasta í heimi og þá datt ég svolítið úr stuði þegar það kom að hreyfingu.
En númer 1 2 og 3 er að finna hreyfingu sem þér finnst skemmtileg, mér finnst t.d gaman að fara í göngutúra og sérstaklega á stöðum sem ég hef ekki kannað áður. Mér finnst fjallgöngur líka skemmtilegar. Það er svo margt annað en ræktin í boði. Þannig ég mæli með að ef þið eruð eins og ég að hata ræktina að prófa eitthvað nýtt, finndu þína hreyfingu. Þetta á að vera gaman.

hreyfing

Annað sem er mikilvægt þegar það kemur að líkamlegri heilsu er svefninn okkar. Ég hef t.d átt erfitt með einbeitningu síðustu vikur og tengi það algjörlega við svefnleysi, en ég var að klára þriggja vikna vaktartörn í vinnunni og ég var bara uppgefin eins og þið hafið kannski tekið eftir, ég hef ekki póstað færslu hérna í marga marga daga og það er bara akkúrat út af þessu. Það er sagt að við þurfum minnst 8 klst svefn, ég sel það ekki dýrara!

svefn

Svo er það auðvitað vatnsdrykkjan, en mér finnst best að fylla bara 1 líters brúsa á morgnanna og hafa hann nálægt mér yfir daginn, annars á ég til að gleyma vatninu. Alveg magnað hvað maður getur verið latur með vatnið.

vatn

Síðast er matarræðið sem er mikilvægur partur líka en ég þoli ekki öfgar. Ég elska mat! Ég elska að búa til mat og ég elska að borða mat.. mmmmm… sérstaklega subbulegt ostapasta! En já hér er bara borðaður venjulegur heimilismatur. Ég hef reynt að vera dugleg að borða reglulega yfir daginn en hef náð að bæta inn kannski einni máltíð við, það er þá morgunmaturinn sem ég er að reyna að gera að vana. Ég hef hingað til bara borðað kvöldmat og fannst það feykinóg, en það er víst ekkert sérstaklega hollt fyrir mann að borða ekkert yfir daginn, svo já ég er að reyna að bæta þetta.

food

Ég er aðallega bara að reyna að hafa þetta eins skemmtilegt og ég get, um leið og þetta verður vinna og vesen fyrir mig þá dett ég bara algjörlega niður og hætti. Ég vil það ekkert, ég vil vera hraust og orkumikil. Mig langar að nenna á hverjum degi út í göngutúra og út að leika.

Ætla ekki að hafa þetta lengra og ég vona að þetta hjálpi einhverjum að koma sér af stað. En áður en ég fer af stað í dag þá ætla ég að slaka út á svölum barnslaus!

61451860_447498506012449_2240774465132691456_n

gif myndir teknar frá giphy.com

Leave a Reply

Fill in your details below or click an icon to log in:

WordPress.com Logo

You are commenting using your WordPress.com account. Log Out /  Change )

Google photo

You are commenting using your Google account. Log Out /  Change )

Twitter picture

You are commenting using your Twitter account. Log Out /  Change )

Facebook photo

You are commenting using your Facebook account. Log Out /  Change )

Connecting to %s