Neikvæða hliðin af meðgöngu

Það koma upp allskonar tilfinningar þegar maður pissar á prik og það birtast tvær línur, hjá mér var það ein tilfinninga flækja en samt gleðin með yfirhöndina í bæði skiptin.

Þetta er liklegast auðveldasti parturinn, þú ert ólétt. Hvað svo?

Morgunógleði er ekki bara á morgnanna

Nei svo aldeilis ekki, með fyrsta barn var ég ælandi allan sólarhringinn og ældi við bragð eða lykt af osti. Oj. Með seinna ældi ég örsjaldan en þessi ógeðslega ógleði var allann helvítis sólarhringinn, hversu pirrandi? Að vera óglatt en æla ekki.

Ógleðin er ekki bara fyrstu 3 mánuðina

Ég er í þeim hópi sem verður óglatt alla meðgönguna. Með seinni meðgöngu var ég slæm fyrstu 3 mánuði, næstu 3 mánuðir voru bærilegir og síðustu 3 voru aftur glataðir. Wooopdiedoo.

Svefnlausar nætur byrja á meðgöngunni

Jébs, pissuvesenið, óþægilegar stellingar, brjóstsviði, verkir you name it. Hafið þið heyrt þetta? ‘ best að sofa sem mest á siðustu vikunum svo þú hafir orku þegar barnið kemur ‘ Ég hata þegar ég sé þetta, ég hætti að sofa á næturnar þegar ég pissaði a prikið.

Grindargliðnun er ekkert grín

Ég varð svakalega slæm a seinni meðgöngu og átti erfitt með að vera á lífi á þessum tíma, allt var sársaukafullt. Ég er ennþá að glíma við verki næstum 2 árum seinna og stundum það mikla að ég er nánast rúmliggjandi vegna sársauka.

Þegar ljósmóðir athugar útvíkkun

Guð minn almáttugur hvað þetta er óþæginlegt, mér leið eins og allur helvítis handleggurinn var inni mér. Þetta er svo glataður tími þarna í endann, ekki nóg að maður sé með bullandi hríðar og ælandi, þá þarf að troða höndinni inn til að gá hvort maður se ekki örugglega að verða reddí. Er ekki hægt að finna upp á einhverju nýju sem tjekkar á þessu? Án gríns.

Finnst alveg hreint magnað hvað maður lætur sig ganga i gegnum. Ég persónulega hata að vera ólétt og finnst bara allt i lagi að viðurkenna það, ég breytist í Shrek og mér líður hræðilega en samt heldur maður áfram. Konur eru masókistar.


Leave a Reply

Fill in your details below or click an icon to log in:

WordPress.com Logo

You are commenting using your WordPress.com account. Log Out /  Change )

Google photo

You are commenting using your Google account. Log Out /  Change )

Twitter picture

You are commenting using your Twitter account. Log Out /  Change )

Facebook photo

You are commenting using your Facebook account. Log Out /  Change )

Connecting to %s