Bættu svefninn með þessum litlu ráðum

Sumarið er komið og þessi helvítis birta með sem er aðal vandamálið hjá mér. Hérna er ég með lítinn lista sem hefur samt mikil áhrif á svefninn. Vonandi hjálpar þetta einhverjum.

1. Hafðu hreint í herberginu

Það er bara miklu betra, þá er ekkert sem maður er að pæla í þegar maður leggst loksins upp í rúm. Það er ekkert áreiti í kringum þig = betri hvíld.

giphy2

2. Hafðu eins dimmt og þú mögulega getur

Nú er blessaða sumarið komið sem við erum að elska, það byrjar vel allavega, EN það er allt of bjart, ég á svakalega erfitt með að sofa þegar það er bjart úti. Ég næ því bestum svefni þegar það er sem dimmast í herberginu.

giphy

3. Vertu með róandi ilm

Lavender er lykt sem hefur róandi áhrif bæði á líkama og sál, það er alls ekki ósniðugt ef þú hefur erfitt með svefn að hafa t.d ilmolíulampa í herberginu þínu og vera með lavender ilm.

giphy5

4. Ekki hafa of heitt inni

Það er bara eitthvað við það að sofa í köldu herbergi með sængina á sér, það er svo kósí! Ég bjó á Spáni þegar ég var yngri og ég held að hafi aldrei sofið eins illa og þegar ég bjó þar, besti svefninn minn þar var þegar ég og litli bróðir minn lögðumst í sólbaðstóla um kvöldið upp á svölum, með sæng og kodda og við sváfum þar úti alla nóttina. Vil ekki vita hvað ég gleypti mörg skordýr en vá hvað þetta var góður svefn! Það var samt mjög óþæginlegt að vakna við hláturinn frá nágrannanum.

giphy3

5. Notaðu herbergið bara fyrir svefn/hvíld

Sem flestir gera held ég, en ég meina þá mest að ekki hanga í símanum þegar þú ert komin upp í rúm, eða horfa á tv uppí rúmi, farðu frekar fram í stofu ef þú ert ekki að ná að sofna, hafðu svefnherbergið eingöngu til að sofa í.

giphy4

Vonandi hjálpar þetta einhverjum.


Leave a Reply

Fill in your details below or click an icon to log in:

WordPress.com Logo

You are commenting using your WordPress.com account. Log Out /  Change )

Google photo

You are commenting using your Google account. Log Out /  Change )

Twitter picture

You are commenting using your Twitter account. Log Out /  Change )

Facebook photo

You are commenting using your Facebook account. Log Out /  Change )

Connecting to %s