Viltu að heimilið þitt lykti vel?

Eins og þeir sem þekkja mig vel vita að ég er algjör lyktarperri en það er ekki nóg að hafa bara ilmkerti og lampann á 24/7. Það þarf jú að passa að það sé loftað reglulega út og að það sé hreint heima hjá þér.
Mér finnst gott að lofta út á hverjum degi, opna þá alla glugga á heimilinu og leyfa vindinum að gera sitt hér heima svo er loksins sumarið að koma og þá tilvalið að fara út og týna blóm til að hafa inni.

Það eru nokkrir staðir á heimilinu sem geta farið að lykta ef það er ekki þrifið oft eins og t.d ísskápurinn, ruslaskápurinn, skóskápurinn, mottur, teppi og fl. Þessvegna er gott að þrífa þetta reglulega til að hafa heimlið lyktandi sem best. Þannig ef þú ert í basil með að fá hreina og góða lykt heima hjá þér, endilega lestu áfram.

lavender-1507499_1280

Forstofan

Heima hjá okkur er skápur fyrir skónna og mér finnst gott að þrífa hann reglulega og þvo þá skó sem ég má þvo. Það getur komið lykt út frá skónnum og það er ekki lykt sem er heillandi þegar þetta er það fyrsta sem maður finnur þegar maður labbar inn.

Tips:
– Gott er að setja matarsóda í sokk og binda vel og setja í skónna í forstofunni, það dregur í sig alla lykt.
– Hafa ferskann og góðan ilm í forstofunni t.d sítrónu eða appelsínu.

Eldhús

Ruslaskápurinn er eitthvað sem lyktar mjög fljótt hjá okkur, krakkarnir henda öllu þangað og hitta nánast aldrei í körfuna sjálfa. Mér finnst góð regla að þrífa skápinn allavega 1x í viku og jafnvel oftar ef þarf t.d ef það koma slettur eða eitthvað í skápinn. Með ísskápinn hef ég bara reglulega lagað til í honum, tekið það sem er orðið óætt s.s. ég viðurkenni að ég þríf hann ekki eins oft og margir gera en mér finnst nóg að gera það bara eftir þörfum, hann verður aldrei það skítugur hjá mér.

Tips:
– Til að þrífa ísskáp er sniðugt að nota edik en það mun eyða allri lykt úr ísskápnum
– Passa að henda því sem er orðið ónýtt í ísskápnum áður en það fer að gefa frá sér lykt.
– Setja ilmkúlur í ruslafötuna undir pokann eða strá matarsóda í körfuna ef þú ert ekki hrifin af ilmkúlum.
– Hafa góðann ilm t.d vanilla, sítrónu eða appelsínu eða jafnvel setja kaffibaunir í krukku og setja sprittkerti ofan á, þá kemur ljúfur og góður kaffi ilmur.
– Sjóða vatn með sítrónusneiðum.

coffee-1324126_1280

Baðherbergi

Það er algjör must fyrir mig allavega að hafa baðherbergið hreint og hafa það vel lyktandi. Ég passa alltaf að það sé hreint klósettið, kringum klósettið og flísarnar svo það komi engin hlandlykt. Ég tek sturtuna líka reglulega og þvottavélina en þvottavélin mín er gömul á það til að lykta fljótt.

Tips:
– Ég nota mikið rodalon á baðherbergið og sérstaklega í kringum klósettið en mér finnst það eyða allri lykt.
– Fyrir þvottavélina nota ég uppþvottakubb í tóma vél og á suðu, það eyðir öllu og hreinsar leiðslur í leiðinni.
– Til að baðherbergið lykti vel set ég ilmkúlur í svona netapoka og heng hann upp.
– Ég nota líka mikið sprey á baðherbergið, blanda nokkrum ilmkúlum og vatni saman í spreybrúsa – blanda vel þar til allt leysist upp og spreyja svo þegar þarf en það þarf að passa sig að spreyja ekki of miklu svo það myndist ekki sápuskán á gólfið.
– Mér finnst best að hafa sápu lykt á baðherberginu og þá koma ilmkúlurnar sér vel. En svo er líka alltaf sítrónuilmurinn klassík. En mér finnst hann passa allsstaðar.

Stofa

Það er í raun ekki mikið sem fer eitthvað að lykta í stofunni, helst er það bara mottan sem þarf að þrífa reglulega og þá nota ég aðallega bara matarsóda og þríf svo með tusku og heitu vatni ef þarf. En mér finnst gott að taka teppi, púðaver og tauið á sófanum reglulega.

Tips:
– Dreyfa matarsóda á mottuna og leyfa að liggja á yfir nótt og ryksuga svo upp.
– Eftir að ég þríf tauið, teppin og púðaverin þá spreyja ég yfir allt með svona heimagerðu þvottaspreyji, en það er vatn, smá matarsódi og ilmolíur að eigin vali í spreyglas, hrista vel og spreyja svo yfir allt.
– Ég er með ilmolíulampa í stofunni og finnst best að hafa kósí ilm þar, en að mínu mati er það ilmur eins og sandalwood alveg í uppáhaldi, elska líka sandalwood blandaða olíur eins og t.d sandalwood og ginger, sandalwood og orange. Mmmm.

essential-oils-2536471_1280

Fyrir svefnherbergin geri ég nú ekki mikið nema bara reyni að halda snyrtilegu og hreinu, það er gott að skipta á rúmunum reglulega því við jú svitnum á næturnar og það gæti komið lykt ef sömu rúmfötin eru lengi á. Þegar ég tek rúmfötin af finnst mér gott að dreyfa matarsóda á dýnuna og leyfi því að liggja þar á í nokkra tíma og ryksuga svo, síðast spreyja ég með þvottaspreyinu mínu yfir dýnuna, sængur og kodda.

Jæja, þetta varð aðeins lengra en ég ætlaði mér. En vonandi hjálpar þetta einhverjum.


Leave a Reply

Fill in your details below or click an icon to log in:

WordPress.com Logo

You are commenting using your WordPress.com account. Log Out /  Change )

Google photo

You are commenting using your Google account. Log Out /  Change )

Twitter picture

You are commenting using your Twitter account. Log Out /  Change )

Facebook photo

You are commenting using your Facebook account. Log Out /  Change )

Connecting to %s