Komdu með mér í 30 daga áskorun!

Nei ekki herbalife.

Eftir að ég eignaðist yngra dýrið er ég búin að vera alveg svakalega þreytt og búin á því andlega. Ég er eitthvern veginn búin að fljóta bara áfram síðasta eina og halfa árið og hef ekki lifað beint heilsusamlega. Mig langar að ýta mér áfram á rétt ról og ætla að byrja hægt. Eina markmiðið mitt núna er að drekka meira vatn og hreyfa mig meir, ekki léttast heldur bara vera heilbrigðari.

Þetta á kannski ekki við ykkur sem hreyfið ykkur reglulega og eruð með vatnið á hreinu en ég veit að það eru margir í þessari stöðu að eiga erfitt með að koma sér af stað, svo við ætlum að taka því rólega og byrja hægt.

Fyrstu 10 dagarnir

• Vakna og drekka stórt vatnsglas á morgnanna.
• Fara út og taka 10 minútna göngutúr. Það má alveg taka lengri göngutúra en þetta er lágmarkstíminn.

Næstu 10 dagar

Nú bætum við meira af vatni og tökum lengri göngutúra

• Stórt vatnsglas á morgnanna.
• Fylltu 1 líters brúsa af vatni til að drekka yfir daginn.
• Lengdu göngutúrinn í 20 minútur, en og aftur þá má alveg taka lengri göngutúr en bættu þá við 10 minútur við þann tima sem þú ert vön/vanur að labba.

Síðustu 10 dagarnir

• Stórt vatnsglas á morgnanna.
• Fylltu 1 líters brúsa til að drekka yfir daginn.
• Fáðu þér vatnsglas með hverri máltíð.
• Lengdu göngutúrinn í 30 mínútur.

Þegar þessir 30 dagar eru búnir ætti þetta að vera ekkert mál og heilinn búinn að ná þessu og við búin að gera þetta að vana, næsta skref er bara að halda þessu við og bæta.

Einfalt er þaggi?
Lets go!


One thought on “Komdu með mér í 30 daga áskorun!

Leave a Reply

Fill in your details below or click an icon to log in:

WordPress.com Logo

You are commenting using your WordPress.com account. Log Out /  Change )

Google photo

You are commenting using your Google account. Log Out /  Change )

Twitter picture

You are commenting using your Twitter account. Log Out /  Change )

Facebook photo

You are commenting using your Facebook account. Log Out /  Change )

Connecting to %s