Elsku mömmur, stfu.

Hvað er málið með hvað margar mömmur virðast þurfa að metast um allt? Eins og t.d brjóstamafían vs. pelaskvísur, náttúruleg fæðing vs. mænudeyfing, fullkomin börn vs. ófullkomin börn.. það virðist alltaf vera einhver rifrildi sem tengist móðurhlutverkinu. Undanfarið hef ég verið að taka meira eftir þessu á mömmuhópunum á facebook. Einhver að tala um mænudeyfingu og önnur að kommenta á það að hún fann sko ekkert fyrir fæðingunni og hún gerði allt náttúrulega.. og hvað? Viltu verðlaun? Afhverju þurfum við að metast og vera í einhverjari ósýnilegri keppni með allt. En það virðist ekki vera nóg að metast um hvað við erum hörkuduglegar heldur er líka verið að metast um hver hefur það verra: ‘ ég hef ekki sofið í 3 nætur ‘ – ‘ æj góða ég er með fl börn en þú ég hef ekki sofið í mörg ár ‘.. já flott hjá þér.
Afhverju þurfum við alltaf að metast um allt? Getum við ekki bara hætt að skipta okkur af hvað önnur móðir kýs að gera með sín börn?

Er ég ein um að pæla í þessu og láta þetta fara í taugarnar á mér?

44b9d7bd77d52d1715b08cf96a901343

Svo annað, stundum þegar ég skrolla niður facebook þá tek ég eftir einhverjum þræði á mömmuhóp þar sem það er mamma að spurja um eitthvað, biðja um ráð eða hvað sem það er og athugasemdirnar þar við koma oftast sjálfum þræðinum ekkert við? Þetta eru svona súper heilagar mæður að tjá sig um uppeldi annarra, segja sínar skoðanir á einhverju og bara mom-shamea á fullu. Ég rekst svo oft á svona.

Dæmi: Kona spyr ‘ Hvernig leikjatölvu er best að kaupa fyrir 8 ára? ‘
Svar: Ég myndi ALDREI kaupa tölvu fyrir mín börn.
Svar: Hvað hefur 8 ára barn að gera með tölvu??
Svar: Veistu ekki hvað þetta er óhollt fyrir börn?

Eða

Spurning: Hvaða Ellas’s skvísur finnst börnin ykkar best?
Svar: Ég geri allar skvísur sjálf..
Svar: Börnin mín fá ekki skvísur

Þið sem gerið þetta, haldið kjafti.

Það er ekki ykkar að blanda ykkur í hvernig aðrar mæður ala upp börnin sín. Slepptu því að svara ef svarið þitt kemur spurningunni EKKERT við og ekki fela þig á bakvið ‘ Þetta er bara mín skoðun, ég má segja mína skoðun ‘ uuu nei, það bað þig enginn um að tjá þig bara til að gera lítið úr konunni sem byrjaði þráðinn. Hættu að vera fáviti og hættu að mom shame-a.

56269971_415476539248734_8766005724032532480_n

Elsku mömmur, við erum allar í sama liði og erum allar að gera okkar besta, hvort sem það eru tölvur á heimilinu eða ekki, sjónvarpsgláp eða ekki, lífrænt eða ekki, brjóstagjöf eða pelagjöf.. Það er engin heilagri en önnur.
Reynum frekar að styrkja, hrósa og styðja hvor aðra. Þetta hlutverk er nógu helvíti erfitt fyrir.


Leave a Reply

Fill in your details below or click an icon to log in:

WordPress.com Logo

You are commenting using your WordPress.com account. Log Out /  Change )

Google photo

You are commenting using your Google account. Log Out /  Change )

Twitter picture

You are commenting using your Twitter account. Log Out /  Change )

Facebook photo

You are commenting using your Facebook account. Log Out /  Change )

Connecting to %s