10 litlir hlutir sem gera mig glaða

blom2

Þessi færsla er eitthvað sem mig langar að gera reglulega, fyrir mig þá aðallega – til að koma meiri jákvæðni í líf mitt og læra betur að meta þetta eina líf sem ég hef. Mun reyna að gera þetta að mánaðarlegri færslu eða jafnvel oftar ef mig langar til þess. Þetta lætur mann svolítið hugsa og svo er bara gott að minna sig á litlu hlutina sem gefa manni gleði reglulega.

1 – Ný og fersk mold, já það gerði mig aldeilis ánægða þegar ég keypti loksins nýja mold um daginn fyrir pönturnar mínar til að fríska uppá moldina þeirra.

2 – Prumpulagið gerir okkur fjölskylduna alveg himinglaða og þetta lag birtir upp á daginn hjá liðinu, sko ég er að verða 26 ára (shit) og prump er ennþá hilaríus fyrir mér.

3 – 5 mínútna snoozið á morgnanna, ég veit ekki afhverju en ég elska þessar 5 mínútur.

4 – Ég elska mest í heimi þegar ég er að prófa eitthvað nýtt í eldhúsinu og það heppnast, það gerist sjaldan en þegar það gerist.. oh my gúdnesss ég verð svo glöð!

5 – Þegar klukkan verður 10 á morgnanna og búðin opnar, ég er mættust á slaginu til að kaupa ískaldan orkudrykk.

blom3

6 – Sól og blíða, loksins loksins loksins er veðrið að skána hér fyrir vestan og erum við búin fá nokkra góða daga eftir slæmar vikur. Ég elska að vera úti í góðu veðri og anda að mér ferska loftinu.

7 – The office er ný og frábær viðbót við líf mitt.

8 – Villimey er 19 mánaða og þessi tími finnst mér bæði þreytandi og einstaklega frábær á sama tíma, hún er að læra svo mikið núna og byrjuð að spjalla svo mikið, svo dýrmætur tími.

9 – Plánetu áráttan hjá Óla, það er svo yndislegt þegar hann fær áhuga á einhverju nýju en með pláneturnar og alheiminn er eitthvað svo magnað, hann þekkir öll nöfnin á plánetunum og dvergaplánetunum, veit hvað hver og ein er með mörg tungl og búinn að læra svo margt um þetta allt.

10 – Heimagerðar pizzur eru það besta í heimi. Sérstaklega þegar þær eru orðnar kaldar.. svo gott að narta í þær sienna um kvöldið.


Leave a Reply

Fill in your details below or click an icon to log in:

WordPress.com Logo

You are commenting using your WordPress.com account. Log Out /  Change )

Google photo

You are commenting using your Google account. Log Out /  Change )

Twitter picture

You are commenting using your Twitter account. Log Out /  Change )

Facebook photo

You are commenting using your Facebook account. Log Out /  Change )

Connecting to %s