Ýmis snilldar hús og þrifráð

þrif

LYKT

Inni í svefnherbergjunum og á baðherberginu heima hjá mér leynast oft bómular. En ég bleyti þá og set nokkra dropa af ilmolíu á bómulinn (sítrónu oftast) og legg á ofnanna í þessum herbergjum. Lyktin endist ekkert allt of lengi en mér finnst gott að gera þetta þegar ég þríf eða bara vil fá smá ferskan ilm.

Annað sem ég geri era ð setja nokkrar ilmkúlur í spreybrúsa, þá mest 3-4 kúlur og blanda vel með vatni og 1tsk af matarsóda. Nota þetta í staðinn fyrir svona baðherbergis sprey sem fæst út í búð. Finnst lyktin aðeins ferskari og ekki eins öskrandi efnalykt af því + það eru svo margar tegundir af ilmkúlum með æðislegri lykt. Ég mæli með að spreyja bara örlítið af þessu og alls ekki út um alla íbúð, ilmkúlurnar leysast ekki 100% upp og ef það er notað mikið af þessu þá gæti safnast upp einhver sápu leðja einhversstaðar á endanum.

Ég hef líka verið að gera bara mín eigin þvottasprey með sömu aðferð nema í staði ilmkúla að þá set ég ilmdropa í brúsann (með vatni og matarsóda s.s).

Ég er mikill sökker fyrir bakarailm en er því miður ekki mikill bakari og það besta sem ég get gert er eitthvað sem þarf alls ekki að baka í ofni. En lyktin af nýbakaðri köku er alveg unaðsleg, svo í staðinn fyrir að brenna blokkina niður þá set ég stundum vatn í pott og nokkra vanilludropa með og læt það sjóða í smástund. Heimilið ilmar æðislega eftir á.

natural-cosmetics-4004908_1280

ÞRIF

Ég nota ekki mikið af efnum í eldhúsinu, mér finnst nóg að nota uppþvottalög þar, en þá set ég örlítið af henni í sápubrúsa og blanda með vatni og nokkrum sítrónu ilmdropum.

Í staðinn fyrir að nota t.d scrub stone þá hef ég verið að nota matarsóda í þrif á vöskunum heima og á helluborðið. Finnst það gera nákvæmlega sama hlutinn og er alveg örugglega betra fyrir jörðina.

baking-soda-768950_1280

HÚSRÁÐ

Ég elska lauk en ég þoli ekki lyktina sem kemur og festist í marga daga á hendurnar mínar, ég rakst á þetta ráð einhversstaðar og halló þetta virkar, en þegar þú ert búin að skera lauk þá bara nuddaru tómatssafa á hendurnar og skolar. Voila!

Þegar ég þríf klósettið þá finnst mér best að geyma klósettburstann á milli skálarinnar og setunnar þannig að blauti burstinn leki í klósettið frekar en að safna poll og ógeði í bursta-haldið eða hvað þetta nú heitir.

Ef þú vilt flýta fyrir þurrkaranum þá mæli ég eindregið með að þú hendir með þurru handklæði með blauta þvottinum, það virkar og flýtir fyrir!

Svo annað tips með ilmkúlurnar en það er að ryksuga nokkrar upp í hreinan poka, þá kemur æðisleg lykt þegar þú ryksugar.

tomato

En ætla ekki að hafa þetta lengra núna, gæti vel verið að maður geri bara part 2.

 


One thought on “Ýmis snilldar hús og þrifráð

Leave a Reply

Fill in your details below or click an icon to log in:

WordPress.com Logo

You are commenting using your WordPress.com account. Log Out /  Change )

Google photo

You are commenting using your Google account. Log Out /  Change )

Twitter picture

You are commenting using your Twitter account. Log Out /  Change )

Facebook photo

You are commenting using your Facebook account. Log Out /  Change )

Connecting to %s