Einfaldar leiðir til að huga að andlegri heilsu

buddi

Hver þarf ekki að hugsa um andlegu hliðina reglulega? Sérstaklega eftir langa daga, vikur eða mánuði, kannski mikið stress í vinnu eða mikið álag í skólanum, foreldrahlutverkið að gera útaf við þig eða bara hvað sem er. Það er alltaf gott að taka sér smá tíma fyrir sjálfan sig þó það sé ekki nema 15 mínútur á dag. Ég skrifaði lista með mjög basic leiðum sem þú getur gert og liðið vel eftir á.

Lestu bók

Mér hefur alltaf fundist gott að hafa bók nálægt mér, jafnvel bara matreiðslubók til að skoða og fá hugmyndir.

Farðu fyrr að sofa

Ef þú ert týpan sem fer seint að sofa, prófaðu að fara fyrr að sofa í nokkra daga og sjáðu hvort það létti ekki aðeins á þér. Ég finn alveg töluverðan mun á sjálfri mér þegar ég fer mikið fyrr að sofa.

Farðu út í göngutúr

Ég elska að fara út í göngutúr til að slake aðeins á, ég hef reyndar ekki gert það mikið nýlega en þarf að vera duglegri að gera það, góð tónlist í eyrun og njóta umhverfisins er það besta sem ég veit um.

Sestu niður og fáðu þér kaffibolla/Tebolla

Bara sestu niður, slakaðu og sötraðu á bollanum þínum, gott að geyma símann og bara hlusta á sjálfa þig í smá stund.

mornin

Spa kvöld heima

Ég er sökker fyrir spa nights heima, bý til mínar eigin uppskriftir fyrir líkama og hár og tríta mig vel! Much needed eftir langar vikur sérstaklega og mér líður alltaf vel eftir á.

Naglalakkaðu þig

Ég nota mjög sjaldan naglalökk og þegar ég geri það þá líður mér smá betur eftir á, ég veit ekki afhverju og veit ekki hvort öðrum líði betur eftir að hafa naglalakkað sig? er þetta kannski ótrúlega steikt?

Trítaðu sjálfa sig

Farðu á uppáhalds vefverslunina þína með nýjar fínar lakkaðar neglur og keyptu þér eitthvað sem þig hefur langað til að kaupa í eitthvern tíma, það er allt í lagi að tríta sig af og til.

Eru einhverjir svona smáhlutir sem hjálpa ykkur ? 


Leave a Reply

Fill in your details below or click an icon to log in:

WordPress.com Logo

You are commenting using your WordPress.com account. Log Out /  Change )

Google photo

You are commenting using your Google account. Log Out /  Change )

Twitter picture

You are commenting using your Twitter account. Log Out /  Change )

Facebook photo

You are commenting using your Facebook account. Log Out /  Change )

Connecting to %s