Ertu að safna of miklu?

Hver þekkir það ekki að eiga allt of mikið af barnadóti og fötum? ég allavega þekki það mjög vel, ég veit ekki alveg afhverju en mér finnst börnin mín aldrei eiga nóg svo ég kaupi og kaupi og kaupi svo aðeins meira. En málið er að þau þurfa ekki endalaust af þessum vörum.

Ég hef verið dugleg undanfarið að losa okkur við það sem er ekki notað hérna á heimilinu almennt en gleymi svolítið barnaherbergjunum. Svo fór ég aðeins að pæla í þessu um daginn því þvotturinn heima var endalaust og yfirfullar dótakörfurnar !? nei hingað og ekki lengra, ég setti mér markmið og það er að hætta að versla á börnin nema þeim nauðsynlega vantar eitthvað. Svo hvernig veit maður að börnin (á við okkur sjálf líka) eigi of mikið?

– öll fötin passa ekki í fatahirsluna
– þvotturinn virðist endalaus (gæti líka verið bara leti hjá foreldrum við að þvo eh-emm)
– þegar þú ert farin að kaupa fl. dótakörfur eða pæla í stærri eða fl. fatahirslum

Ef þetta á við þig þá er um að gera að fara í smá tiltekt og reyna koma smá skipulagi á þetta yfirflæði.

Ég er nýbúin að fara yfir allt herbergið hans Óla, hann er nú að verða 7 ára og er ekki að stækka eins hratt og litla barnið á heimilinu svo ég virðist þurfa að fara sjaldnar yfir fötin hans. Þegar ég fór yfir herbergið hans fyrir stuttu að þá náði ég að fylla einn svartan ruslapoka af dóti sem var ónýtt eða löngu hætt að leika með, einnig náði ég að fylla eins ruslapoka af fötum. Mér finnst ég þurfa að fara í gegnum fataskápinn hans kannski á svona 3 mánaða fresti og þar sem ég er nýbúin að fara í gegnum dótið hans að þá finnst mér ég ekki þurfa að fara aftur í gegnum það fyrr en eftir næstu jól, hans áhugasvið núna er mest tengt plánetum, bókum, minecraft og legó.

Hjá Villimey hinsvegar þarf ég að fara í gegnum fötin hennar oftar og fer ég í gegnum þau 1x í mánuði, magnað hvað hún á fleiri föt en ég hef nokkurn tíman átt sjálf og í sannleika sagt notar hún kannski bara helminginn af þessu.
Ég fór að spá í dótinu hennar Villimeyjar þegar ég keypti nýja dótakörfu í staðinn fyrir að fara í gegnum dótið hennar, þarf hún tvær dótakörfur? nei hún leikur sér ekki með helminginn af þessu. Það sem væri nóg fyrir hana eru kertastjakarnir á heimilinu, fjarstýringar og glös. Þannig ef þú ert á leiðinni að fara að kaupa aðra dótakörfu, farðu frekar í gegnum körfuna sem er nú þegar á heimlinu og sjáðu hvort þú náir ekki að losa þig við eitthvað. Fyrir mig er gott að fara í gegnum körfuna reglulega, afhverju reglulega? því hún safnar ÖLLU þangað, allt í einu eru komin glös, diskar, hnífapör, sokkar, nærföt af foreldrunum og gamlar skvísur og karfan bara fyllist og fyllist, alveg magnað hvað leynist á botninum í körfunni.

Hér er eina spurningin sem ég spyr mig sjálfa þegar ég fer í gegnum fötin/dótið þeirra.

Hvenær var þetta síðast notað? Ef svarið er langt síðan þá losaru þig við það!

Svo bara muna að vera dugleg að fara í gegnum allt bæði föt og dót og gefa áfram, ekkert vera að safna þessu, það mun bara enda í tómu tjóni.

Ég rakst á facebook grúppu um daginn sem er ný síða sem mér finnst svakalega sniðug og mun koma með til að nota en hún heitir Dótamarkaðurinn sem er hugsað sem skiptimarkaður. Þar er þá hægt að auglýsa eftir einhverju í skipti fyrir það sem þú vilt losa þig við. Mæli með að kíkja á þetta, við þurfum ekki alltaf að kaupa nýtt ♥


Leave a Reply

Fill in your details below or click an icon to log in:

WordPress.com Logo

You are commenting using your WordPress.com account. Log Out /  Change )

Google photo

You are commenting using your Google account. Log Out /  Change )

Twitter picture

You are commenting using your Twitter account. Log Out /  Change )

Facebook photo

You are commenting using your Facebook account. Log Out /  Change )

Connecting to %s