Eftirsjá við að eignast börn??

 

nyttttborn

Nei ókei ekki beint eftirsjá.. eða ekki alltaf allavega og ég er aldrei að fara að trúa því að einhver mamma segir að hún sjái aldrei eftir neinu og allt er fullkomið alltaf, þetta hlutverk er erfitt og það er skítugt, ó svo skítugt. Það er margt sem fylgir þessu hlutverki sem lætur mig hugsa ‘ nei bara afhverju gerði ég þetta? ‘ ég vona að þið takið þessari færslu léttilega eins og hún á að vera en hérna fyrir neðan eru nokkur atriði sem láta mig vilja vera 15 ára aftur.

Kúkur. Kúkur út um allt.

Já þessi blessaði kúkur, ég hef oft lent í því að fá kúk á hendurnar, fötin mín, hárið mitt og jafnvel andlitið. Svo þegar börnin loksins hætta með bleyju þá tekur við að skeina eftir klósettferðir og þrífa eftir slys í brækur og afsakið en þessi mannaskítur sem kemur seinna meir, nei.. bara nei nei nei.
Þegar Villimey var bara nokkra daga gömul þá vorum við á leiðinni frá Reykjavík til Bíldudals, við stoppuðum í N1 í Borgarnesi og ég fór að skipta á henni, hún ákvað þá að kúka sínum fyrsta kúk, munið þið eftir þessari fyrstu svörtu leðju sem kemur? Já það var þannig, hún lá á skiptiborðinu öskrandi og ég að þrífa hana, hún gerir sér lítið fyrir og heldur áfram að drulla út þessari leðju, alveg endalaust. Ég var byrjuð að grenja því það kom svo mikið og ég hafði ekki undan á að þrífa þetta, við vorum þarna inni í örugglega góðar 30 mínútur ef ekki lengur. Ég stórvorkenni fólkinu sem var að þrífa þennan dag á N1..
Svo var eitt skipti þegar Óli var lítill, við vöknuðum snemma eftir erfiða nótt og eftir næturbleyjuna leyfði ég honum að sprikla um á bossanum. Á meðan var ég að taka aðeins til dauðþreytt og tók upp brauð af gólfinu að ég hélt, virtist vera brauðsneið sem væri búið að jappla á og skyrpa svo út. Það var ekki fyrr en ég hélt á brauðinu í lófanum á mér og starði niður á það þegar ég uppgvötaði að þetta væri eitt stykki hnölli sem sprellinn væri nýbúinn að skella út.
Ég gæti talað endalaust um kúk, ég ætla að stoppa núna.

shit

Þrif eru allt í einu orðið það eina sem þú virðist gera.

Matarslettur á gólfum, veggjum, lofti nefndu það, þetta er út um allt og það virðist vera ótrúlega gaman hjá minni yngri að kasta mat á gólfið þegar enginn sér, eða taka mat og fela á einhverjum snilldar stað. Nei sko ég hef fundið mat út um allt, stundum er tekið úr ruslinu bara til að færa yfir í dótakörfuna.
Svo virðist ekki skipta máli hvað börnin borða, þau gefa fötunum sínum smakk líka = endalaus þvottur. En það er ekki nóg, það þarf líka að gefa fötunum hennar mömmu smakk.

Góður nætursvefn er ekki til lengur

Ég ætla að skjóta á það að flestar mömmur tengi við þetta.
Ég hef ekki fengið nætursvefn síðan ég varð ólétt af Villimey, já hún var ekki einu sinni komin í heiminn þegar hún var farin að gera mér lífið leitt. Svo mætti hún og brjóstin mín urðu lífið og í dag er ekkert öðruvísi, það er ekki mjólk lengur en hún vill bara snuðast í mér endalaust á næturnar. Sumir spurja kannski afhverju ég geri ekki neitt í þessu, ó ég hef reynt og hún er mjög hávær þegar hún er reið og ég þreytt og gef eftir, það er bara ég þessa daga, uppvakningur sem segir já við öllu.

Endalaus læti og enginn friður.

Þeir sem þekkja mig hvað best vita að ég höndla illa hljóð og mikil læti, nú er ég væntanlega ekki að meina þegar börnin meiða sig og gráta eða þegar það er eitthvað að, heldur þegar börnin öskra á mig eða gráta í klukkutíma því ég tók vitlaust dót eða bauð þeim mat þegar þau voru ekki svöng.
Svo oft þegar ég er að þrífa eða að gera eitthvað leiðinlegt hérna heima þá fæ ég að vesenast í því í friði en um leið og ég ætla að sitjast niður til að læra t.d þá allt í einu verður allt brjálað hérna.
Hvað er svo málið með það að vilja sitja í fanginu á mér á meðan ég sit á klósettinu? Það virðist vera uppáhalds sportið hjá þessari yngri og eldri strákurinn er allt í einu alveg að fara að pissa á sig þegar ég sest loksins á klósettið.

6bb59be39714e9bc89bded257fe22b8a

Auðvitað elska ég þessar litlu mannverur og þótt ég hugsi why the fuck stundum að þá eru þessar litlu verur það besta sem hefur komið fyrir mig eins væmið og það er en þau hafa kennt mér svo margt og það eru þau sem ýta mér áfram á hverjum á degi, láta mig vilja gera betur.
(ég læt samt þessi tvö duga)

Ps. Rétt þegar ég var að klára þessa færslu að þá var yngri villingurinn komin í klósettburstann, það er ekkert heilagt hérna.

cropped-gunnur-4.jpg


Leave a Reply

Fill in your details below or click an icon to log in:

WordPress.com Logo

You are commenting using your WordPress.com account. Log Out /  Change )

Google photo

You are commenting using your Google account. Log Out /  Change )

Twitter picture

You are commenting using your Twitter account. Log Out /  Change )

Facebook photo

You are commenting using your Facebook account. Log Out /  Change )

Connecting to %s