Here I Go Again On My Own.. dururuuumdum

Going down the only road I’ve ever knooooown.. 

Ertu komin með þetta á heilann núna? fínt ég líka.

Ég ætla að skella inn smá svona kynningu um mig og bloggið, en ég er Gunnur eins og nafnið á blogginu gefur til kynna, ég er tuttugu og eitthvað ára og á tvö skemmtilega klikkuð börn. Óli er eldra barnið og er fæddur 2012, hann er á biðlista í greiningu en hann er að öllum líkindum á einhverfurófinu. Hann er mesti snillingur sem ég veit um og ég verð að segja að hann er eina manneskjan sem hefur látið mér líða ótrúlega heimskri.. en hann veit gjörsamlega allt um plánetur og stjörnukerfið, sem er eitthvað sem ég hef ekki hundsvit á. Yngra dýrið er hún Villimey og er fædd 2017, hún er algjör villingur eins og nafnið gefur til kynna, við hefðum átt að skíra hana Blómey eða Ljósálfur. Svo á ég mann sem heitir Almar og saman búum við öll á vestjfjörðunum.

Ég var áður að blogga með stelpunum á mæður.com í næstum því ár og var það ótrúlega gaman og ég eignaðist góðar vinkonur. Ég fór þaðan því ég hef mikið að gera í mínu persónulega lífi en vildi samt búa til vettvang sem ég gæti skrifað þegar mér hentar og yrði meira til gamans frekar en vinna.

Þetta blogg mun vera allskonar en mér finnst gaman að búa til uppskriftir eins og andlitsmaska, líkamsskrúbb, hármaska og þannig, einnig finnst mér gaman að búa til hluti og ætla að reyna að gera meir af því þetta árið. Ég mun líka koma til með að skrifa um þrifráð, foreldrahlutverkið, bullet journal/skipulag og já bara allskonar, fer allt eftir hvar áhuginn liggur í augnablikinu.

En ég ætla ekki að hafa þetta lengra, takk fyrir að lesa!

54433291_960456744344441_9038798110821711872_n
cropped-gunnur-2.jpg

 


Leave a Reply

Fill in your details below or click an icon to log in:

WordPress.com Logo

You are commenting using your WordPress.com account. Log Out /  Change )

Google photo

You are commenting using your Google account. Log Out /  Change )

Twitter picture

You are commenting using your Twitter account. Log Out /  Change )

Facebook photo

You are commenting using your Facebook account. Log Out /  Change )

Connecting to %s